Fjallaskíðadeild

Fjallaskíðadeild SKA 

Fjallaskíða, Telemark og splitboard deild SKA  

Fjallaskíðadeild SKA er stofnuð með þann megintilgang að halda fullorðnum á hreyfingu við aðgengilegar aðstæður. 

Fyrirhugaðar æfingar: 

  • Mánudagar frá kl. 17:00 - 18:30, venjulega æft uppi í Hlíðarfjalli svo framarlega að lyfturnar séu opnar og aðstæður leyfa. 

  • Fimmtudagur frá kl.17:00 - 19:00, venjulega æft uppi í Hlíðarfjalli svo framarlega að lyfturnar séu opnar og aðstæður leyfa.

  • Annan hvern laugardag er áætlað að fara lengri ferðir sem eru skipulagðar í samráði við iðkendahópinn. Miðað er við að ferðirnar verði fjórir klukkutímar, jafnvel lengur. Allar ítarlegri upplýsingar berast iðkendum á Sportabler en miðað er við að ferðirnar standi að jafnaði frá kl. 10:00 - 14:00, eftir aðstæðum og fyrr þegar líður á vor.

Æfingar munu eiga sér stað að hluta til í Hlíðarfjalli en iðkendur þurfa sjálfir að greiða eða eiga lyftupassa. 

Þegar æfingar eru í Hlíðarfjalli er hist á skaflinum við skíðaleiguna og haldið upp í fjall á merktum gönguleiðum. Það er undir hverjum og einum komið hversu hratt er farið. Fjallageitin fer fremst og öryggið rekur lestina. 

Fjallasíðadeild SKA er fyrir alla sem vilja æfa sig í fjallaskíðamennsku, til að verða góður á skíðum þarf að æfa sig oft og mikið og við fjölbreyttar aðstæður. Æfingar falla venjulega ekki niður vegna veðurs, við finnum okkur alltaf einhvern stað til að æfa okkur og æfum þá fjallaskíðamennsku í vondu veðri! 

Meðlimir þurfa að vera 18 ára gamlir og eiga snjóflóðaýlur, skóflu og stöng. 

Veður - vont, blautt, vonlaust - hvað þá? 

Gert er ráð fyrir að ganga við flestar aðstæður, þjálfarar senda skilaboð í gegnum SPORTABLER til iðkenda minnst þremur klst fyrir æfingu þar sem gefið er út hvort farið verður eða hvort breytingar verða á brottfarastað.  

Æfingatímabilið er frá 20. janúar til 07. maí.  

Átta laugardagar, sextán fimmtudagar og fimmtán mánudagar. 

Skráning hér  - Hægt að skrá sig allan veturinn

Innifalið félagsgjöld í SKA 

  • Vetrargjald 57,990 kr. 

  • Tíu skipti 27.990 kr. (hámark 3x laugardagar)

  • Drop in virka daga 4000

  • Drop in laugardaga 8000

Fjórir reyndir fjallaskíðaleiðsögumenn sjá um æfingarnar

Magnús Arturo Batista - er yfirþjálfari og umsjónarmaður

Katrín Kristjánsdóttir - þjálfari og umsjónarmaður

Bryndís Bjarnadóttir - þjálfari og umsjónarmaður

Björn Ingason - þjálfari

Sara Belova - Æfingaskipulag og umsjá með Sportabler

Ásamt fleiri þjálfurum, sem allir hafa góðan bakgrunn.