Andrésarskólinn 2025

Andrésarskólinn hefst næstkomandi laugardag, 5. apríl.

SKA býður nýjum krökkum, 8 ára og yngri að koma og byrja að æfa alpagreinar og fá að keppa á Andrésarleikunum þegar tímabilinu lýkur. Upplagt fyrir krakka sem hafa verið að prófa sig aðeins áfram í vetur og eru orðnir lyftufærir uppá eigin spítur.

Andrésarskólinn er einnig í boði fyrir nýja skíðagöngukrakka sem vilja prófa að æfa og keppa á Andrésarleikunum

Nánari upplýsingar inná Abler