Andrésarskólinn - Viltu byrja að æfa og keppa á Andrés?

SKA býður nýjum kökkum að koma og byrja að æfa snjóbretti, gönguskíði eða alpagreinar - og fá að keppa á Andrésarleikunum þegar tímabilinu lýkur. Upplagt fyrir krakka sem hafa verið að prófa sig aðeins áfram í vetur og hafa farið á skíði eða snjóbretti, byrjendur eru að sjálfssögðu líka velkomnir! 

Skráning fer fram í gegnum Nóra - https://iba.felog.is/ - Andrésarskólinn kostar 15.000 krónur en þá er innifalið kort í fjallið út tímabilið (ef þarf), æfingar sem eftir eru fram að Andrés og keppnisgjaldið á Andrés. Ef börnin eiga nú þegar árskort dregast það EKKI frá gjaldinu.  

Æfingatímar eru auglýstir hér á þessari síðu. 

Facebooksíða og upplýsingasíða alpagreina 8 ára og yngri (1.-3. bekkur) -  https://www.skidi.is/is/alpagreinar/8-ara-og-yngri 

Facebooksíða og upplýsingasíða snjóbretta - allur aldur. 

Facebooksíða skíðagöngu og upplýsingasíða - allur aldur. 

 

Það má líka setja sig í samband við eftirfarandi aðila sem gefa góðfúslega upplýsingar um æfingar hjá SKA. 

Margó - snjóbretti - 8694021

Óli - skíðaganga - 8617692

Sólrún - alpagreinar - 8651363

Hlökkum til að sjá sem flesta 

SKA