Æfingar og mót falla niður í samkomubanni

Kæru félgsmann 
 
Í gær voru gefnar út ný  leiðbeinandi viðmið um íþrótta og æskulíðsstarf þá þurfum við því miður að hætta öllum skipulögðum æfingum hjá Skíðafélaginu. Aðal ástæðan og breytingin sem er frá því sem áður var er að við náum ekki að upfylla kröfu um blöndun hópa, aldurshópa, skóla og hverfi enda koma iðkendurnir okkar úr öllum hverfum bæjarins. Öllum mótum er aflýst þar til samkomubanni verður aflétt. 
 
Engar skipulagðar æfingar eða mót munu farar fram fyrr en að samkomubanni verði aflétt eða breytt viðmið sem heimila okkur að halda áfram koma fram.
 
Eldri hópar geta verið hvattir til að æfa sjálf eftir prógrammi, ekki í hópum þó.
 
Við höfum farið fram á það við þjálfara um að halda áfrám lífi í Facebook síðum hópanna, til dæmis fróðleik eða skemmtiefni sem foreldrar geta unnið með krökkunum sínum. 
 
Kæru félagar við í sjórn SKA munum nú á næstu dögum leggjar yfir rekstur félagsins og skoða hvaða fjárhaglegu skuldbindingar við getum staðið við og hvaða breytingar við þurfum að tilkynna í vikunni. 
 
Stjórn SKA