FIS mót í alpagreinum 3.-5. janúar 2020 - dagskrá og skráning

FIS mót í alpagreinum verður haldið í Hlíðarfjalli 3.-5. janúar þar sem keppt verður í 2 x svig og 2 x stórsvig.
Fararstjórafundur er áætlaður kl. 17:00 á föstudag upp í Strýtu í Hlíðarfjalli. Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 30. desember kl. 20:00 á netfangið skidamotska@gmail.com. Þátttökutilkynningar þurfa að berast á FIS eyðublaði - sendi okkur tölvupóst ef það vantar. Áríðandi er að FIS númer fylgi skráningu.

Upplýsingar um ferða-, gisti-, og þjónustuaðila á Akureyri og í nágrenni er að finna á www.visitakureyri.is
Með skíðakveðju, Mótanefnd Skíðafélags Akureyrar