FIS- og bikarmóti SKÍ í skíðagöngu lokið í Hlíðarfjalli

Dagana 14.-16.02. fór fram í Hlíðarfjalli annað bikarmót SKÍ í skíðagöngu. Mótið byrjaði á föstudagskvöld og þrátt fyrir leiðindaveður allt í kring þá var sprettgangan með frjálsri aðferð haldin við fínar aðstæður. 

Laugardag var keppt í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð og sunnudag með frjálsri aðferð. Keppt var í flokkum 15-16 ára, 17-18 ára og fullorðinsflokki (FIS) 17 ára og eldri. 

Keppendur SKA stóðu sig vel. Vadim Gusev og Birta María Vilhjálmsdóttir (15-16) unnu sína gönguna hvor og Veronika Guseva var sigurvegari í kvennaflokki alla þrjá dagana. Einnig varð Ævar Freyr Valbjörnsson annar í sprettgöngu og þriðji bæði í göngu með hefðbundinni og frjálsri aðferð á FIS mótinu (17 ára og eldri) en hann er fæddur 2004. 

Öll úrslit er að finna á timataka.net og á FIS.