Góður árangur í alpagreinum og á snjóbrettum í útlöndum

Það er gleðilegt að iðkendurnir okkar í landsliðum í alpagreinum og á snjóbrettum hafa verið að standa sig mjög vel nú í desember á mótum erlendis, á Ítalínu, Sviss og Austurríki. María Finnbogadóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Benedikt Friðbjörnsson hafa öll verið að bæta sig svo eftir hefur verið tekið. Nánari fréttir á ski.is en þar eru SKA iðkendur áberandi! SKA óskar þeim til hamingju. 

Um helgin hafa hópar frá SKA verið við æfingar á Dalvík en þar var opið bæði laugardag og sunnudag. Það er grátlegt að ekki hafi verið hægt að æfa í Hlíðarfjalli upp á síðkastið. Hver dagur getur skipt sköpum fyrir iðkendur okkar enda tímabilið nógu stutt fyrir. 

Til hamingju með árangurinn

 

Meira hér: 

http://www.ski.is/is/um-ski/frettir/landslidsfolk-i-alpagreinum-stendur-sig-vel-baetingar-a-heimslista 

http://www.ski.is/is/um-ski/frettir/benedikt-fridbjornsson-i-4-saeti-i-sviss