.
Við Skíðafélagsfólk erum svo heppin að eiga innan okkar raða fullt af frábæru fólki sem er tilbúið að leggja okkur lið með endalausri sjálfboðavinnu og fékk einn félagi SKA, Guðmundur Bjarnar Guðmundsson nú á dögunum heiðursviðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar fyrir vel unnin störf síðustu ár.
Guðmundur Bjarnar Guðmundsson er fæddur á Akureyri þann 19. september 1962. Hann hefur í áratugi starfað fyrir Skíðafélag Akureyrar og áður í Skíðaráði Akureyrar, setið í stjórn og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum. Guðmundur hefur í rúm 30 ár starfað að Andrésar andarleikum og einnig unnið í kringum Hermannsgönguna og undanfara hennar meira og minna frá árinu 1994. Sjálfur er Guðmundur mikill skíðagöngumaður og hefur til að mynda oft tekið þátt í Vasa-göngunni í Svíþjóð.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.