.
Skíðafélag Akureyrar hefur fengið úthlutað Scandinavian Cup skíðagöngumótinu sem haldið verður á Akureyri dagana 18 til 22 mars veturinn 2022. Gera má ráð fyrir um 300 gestum til Akureyrar frá um 8 löndum en mótið er eftirsótt af sterkum skíðagöngumönnum og er mikilvægur vettvangur fyrir þá sem sem undirbúa sig fyrir þátttöku á sterkustu mótum heims. Þetta er stórt og mikilvægt verkefni fyrir skíðasamfélagið á Íslandi og fyrir vetrarferðamennsku á Akureyri. Búast má við um 1200 gistinóttum á hótelum á tímabilinu sem er mikilvægt lóð á vogarskálar og skapar tekjur og innspýtingu í bæjarlífið hér.
Það er með góðum stuðningi þekktra skíðagöngumanna, þeirra Daníels Jakobssonar og Einars Ólafssonar sem styrkja þann góða jarðveg sem Skíðafélag Akureyrar býr að. Áratuga reynsla af mótahaldi á Akureyri í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum er sá grunnur sem félagið býr að en þeir Daníel og Einar hafa þá alþjóðlegu reynslu og innsýn sem þarf til viðbótar við að tryggja að allt verði í samræmi við ítrustu kröfur. Undirbúningur er þegar hafinn og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins.
Við erum stolt og sátt og hlökkum til að takast á við þetta gríðarlega spennandi verkefni og erum þess fullviss að Akureyrar munu ekki bregðast við að taka vel á móti þáttakendum og stuðningsliði þeirra.
Stjórn SKA
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.