Skíðakort fyrir iðkendur

Í ár verður sá háttur hafður á að til þess að iðkendur fái skíðakortin afhent þarf að skrá þau inn í Nóra - þar eru núna þrír hópar sem heita:  

  • Skíðafélag Akureyrar - alpagreinar  - Skíðakort 
  • Skíðafélag Akureyrar - brettadeild  - Skíðakort 
  • Skíðafélag Akureyrar - gönguskíði - Skíðakort 

Athugið að það þarf EKKI að borga til að fá kortin núna fyrir desemberæfingarnar sem vonandi hefjast sem fyrst uppi í fjalli. Í janúar þurfa svo allir að borga æfingagjöldin og geta þá nýtt sér frístundastyrkinn. Við getum ekki sett æfingajöldin fram núna og gefið fólk kost á að nýta frístundastyrkinn nema að gera þetta svona. Greiðslan er stillt á 0.kr. en þið þurfið að samþykkja skilmálann - til að klára skráninguna. 

Vinsamlegast skráið iðkendur inn sem fyrst - fresturinn er til 28. nóvember en þá verður hægt að nálgast kortin uppi í fjalli. Nánar auglýst síðar. 

Verðskrá og vetraræfingar 2019-2020 eru hér

Stjórnin