Skíðamót Íslands og Atomic cup

Íslandsmeistari í svigi - Sonja Lí Kristinsdóttir
Íslandsmeistari í svigi - Sonja Lí Kristinsdóttir

Atomic cup fór fram í vikunni í Oddskarði og Skíðamót Íslands var að klárast, en það er í fyrsta sinn sem það hefur verið haldið í Oddskarði.

Sonja Lí Kristinsdóttir varð í gær Íslandsmeistari í svigi og var Aníta Mist Fjalarsdóttir í 5. sæti. Í stórsviginu á föstudag féllu þær hinsvegar báðar úr leik. Ólafur Kristinn Sveinsson var í 7. sæti í svigi og 8. sæti í stórsvigi, en öll úrslit má sjá hér. Keppt var í dag í samhliðasvigi og nældi Sonja í silfur í því.

Keppt var í fjórum greinum á Atomic cup í vikunni, tvö svig og tvö stórsvig, en þar náði Sonja Lí öðru sæti í stórsvigi og Aníta Mist varð í tvígang í 4. sæti í svigi. 

Tobias Hansen sigraði eitt stórsvig og náði bronsi í því seinna og bronsi í öðru sviginu. Öll úrslit Atomic cup má sjá hér.

Skíðafélag Akureyrar óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.