.
Í dag lauk Skíðamóti Íslands í skíðagöngu í Hlíðarfjalli. Í dag var keppt í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð með hópsstarti. Í karlaflokki varð Snorri Eyþór Einarsson Ulli íslandsmeistari en hann hafði nokkra ´yfirburði. Barátta var um annað sætið en þar hafði Dagur Benediktsson SFÍ betur gegn Ragnari Gamalíel Sigurgeirssyni SKA.
Í kvennaflokki var það Iris Pessey Frakklandi sem að kom fyrst í mark. Næst kom Linda Rós Hannesdóttir SFÍ, sem þá varð Íslandsmeistari. Önnur á Íslandsmótinu varð Gígja Björnsdóttir SKA og þriðja Fanney Rún Stefánsdóttir einnig SKA.
Í gær, fimmtudag var keppt með frjálsri aðferð. Þar var íslandsmeistari í kvennaflokki Gígja Björnsdóttir SKA, Linda Rós Hannesdóttir SFÍ varð önnur og Fanney Rún Stefánsdóttir þriðja. Nánari úrslit á timataka.is HÉR
Í dag voru einnig veitt verðlaun fyrir bikarmeistara SKÍ í unglinga- og fullorðinsflokkum. Þar varð Sveinbjörn Orri Heimisson SFÍ bikarmeistari í karlaflokki og Fanney Rún Stefánsdóttir SKA varð bikarmeistari í kvennaflokki. Nánar á heimasíðu SKÍ HÉR
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.