.
Heimsmeistaramót unglinga fer fram í Tarvisio á Ítalíu þessa dagana.
Sonja Lí Kristinsdóttir tekur þar þátt fyrir Íslands hönd og er jafnframt eini íslenski keppandinn í kvennaflokki.
Í gær tók Sonja þátt í stórsvigi og endaði þar í 51. sæti með rásnúmer 96., en úrslit má sjá hér.
Á morgun miðvikudag keppir Sonja í svigi og er með rásnúmer 81.
Fyrri ferð hefst kl. 08:00 á íslenskum tíma og sú seinni kl. 11:00, en hægt er fylgjast með í beinni á FIS TV og á Youtube.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.