.
Styrktarsjóður Óðins Árnasonar var stofnaður af SKA með gjafafé frá velunnurum skíðaíþróttarinnar sem vildu minnast Óðins og hans framlags til skíðaíþróttarinnar á Akureyri. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að styrkja afreksiðkendur SKA. Miðað er við að styrkþegar séu landsliðsfólk og/eða taki þátt í alþjóðlegum verkefnum.
Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum um styrki. Hægt er að sækja um styrki vegna æfinga- og/eða keppnisverkefna erlendis á keppnistímabilinu 2021-2022. Umsókn skal fylgja ítarleg áætlun um verkefni tímabilsins á erlendri grundu.
Umsókn skal send til skastyrkur@gmail.com
Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2021.
Úthlutun fer fram 31. desember 2021.
Stjórn er hverju sinni heimilt að hafna öllum umsóknum eða velja að styrkja þann fjölda iðkenda sem stjórn telur hæfasta hverju sinni.
Nánari upplýsingar veitir Jón Ingvi Árnason, sími 8212064 – skastyrkur@gmail.com
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.