Tilnefningar SKA til íþróttamanns Akureyrar fyrir veturinn 2018

Skíðafélag Akureyrar hefur tilnefnt fjóra glæsilega vetraríþróttamenn til að bera titilinn íþróttamaður Akureyrar. Þau eru Magnús Finnsson (alpagreinar karla), Katla Björg Dagbjörtsdóttir (alpagreinar kvenna), Isak Stian Peterson (skíðaganga) og Baldur Vilhelmsson (snjóbretti). Við óskum þeim til hamingju með tilnefninguna. Íþróttamaður Akureyrar verður valinn í Hofi miðvikudaginn 16. janúar k. 17.30, athöfnin er öllum opin. 

Magnús Finnsson - Alpagreinar Karla

Magnús Finnson er fjölhæfur skíðamaður en á keppnisárinu keppti hann jafnt í svig og stórssvigi fyrir hönd Skíðafélags Akureyrar.

Magnús Finnson varð íslandsmeistari í svigi og alpatvíkeppni með samanlögðum árangri á bikarmótum vetrarins. Hann varð jafnframt Bikarmeistari SKÍ eftir samanlagðan árangur vetrarins á mótum SKÍ. Magnús vakti athygli fyrir að falla aldrei úr keppni á öllum mótum vetrarins og státaði á tímabilinu Akureyrarmeistaratitli í bæði svigi og stórsvigi. Magnús gerði sér lítið fyrir og vann öll níu alþjóðlegu FIS svigmót sem haldin voru á Íslandi á tímabilinu.

Helstu úrslit vetrarins og besti árangur:

Svig

17.12 2017 Reykjavík 2 svig 87.54 og 90.69 punktar

25.02 2018 Dalvík 1 svig 76.95 punktar

03.03 2018 Reykjavík 2 svig 76.50 og 77.33 punktar

10.03 2018 Akureyri 1 svig 76.33 punktar

03.04 2018 Akureyri, Atomic cup. 2 svig 60.79 og 56.55 punktar

07.04 2018 Reykjavik, Landsmót. 46.17 punktar

Stórsvig

24.02 2018 Dalvík 4 sæti – 113.21 punktar

24.02 2018 Dalvík 5 sæti – 119.56 punktar

11.03 2018 Akureyri 3 sæti – 108.03 punktar

11.03 2018 Akureyri 4 sæti – 105.34

06.04 2018 Reykjavík, Landsmót. 5 sæti 94.31 punktar

Katla Björg Dagbjartsdóttir - Alpagreinar kvenna

Katla Björg er fædd árið 1999 og hefur orðið fjölbreytta reynslu af mótum bæði hér heima og erlendis. Hún hefur stundað skíðaíþróttina af kappi og verið fyrirmyndar iðkandi og fulltrúi Skíðafélags Akureyrar.

Katla Björg Dagbjartsdóttir var í B-landsliði Íslands á keppnisárinu 2018 og hefur áunnið sér rétt til að vera þar á yfirstandandi keppnisári einnig. Hún hefur ferðast víða um heim á æfingar og mót - landsliðsæfingar í Hollandi, Austurríki, Noregi, Tékklands og Slóvakíu.

Katla Björg var valin af Skíðasambandi Íslands að keppa fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti unglinga 2018 í Davos í Sviss bæði í svigi og stórsvig. Mótið fór fram 30. janúar til 8. febrúar en þetta er í annað sinn sem hún keppir fyrir Íslands hönd á HM unglinga á skíðum.

Á keppnisárinu ber hæst árangur hennar á landsmótinu í Tékklandi þar sem hún lenti í 8. sæti í svigi og náði hennar besta árangri í svigi árið 2018. Í Slóvakíu lenti hún einnig í 8. sæti og náði sínum besta árangri í stórsvigi á ferlinum. Og ekki síður þegar hún náði 79.58 punktum á Ítalíu síðasta vetur. Hún hafnaði í 2. sæti í Bikarameistaratitli kvenna á Íslandi eftir samanlagt gengi á mótum vetrarins.

Helstu úrslit vetrarins og besti árangur:  

Úrslit vetrarins:

3. 12. 2017, Ítalía. svig 79.58 punktar

9. 12. 2017, Ítalía. stórsvig 122.86 punktar

10. 12. 2017, Ítalía. stórsvig 86.56 punktar

30.-31. 1. 2018, Sviss. Heimsmeistaramót unglinga. Svig og stórsvig - kláraði ekki

24. 2. 2018, Dalvík. 2 stórsvig. 2. Sæti: 121.13 punktar og 3. Sæti 132.35 punktar

25. 2. 2018, Dalvík.  svig. 100.39 punktar

3. 3. 2018, Reykjavík. 2 svig 1. Og 2. Sæti. 90.54 og 97.43 punktar

11. 3. 2018, Akureyri. 2 stórsvig. 2. Og 3. Sæti 127.22 og 135.89 punktar

21. 3. 2018, Tékkland.  stórsvig. 9. Sæti. 85.35 punktar

24. 3. 2018, Tékkland - landsmót.  stórsvig. 88.49 punktar

25. 3. 2018, Tékkland - landsmót.  svig. 73.63 - bestu þennann veturinn

28. 3. 2018, Slóvakía - landsmót.  stórsvig. 8. Sæti. 65.84 punktar - bestu á ferlinum

3. 4. 2018, Akureyri. Svig. 2. Sæti. 90.57 punktar

6. 4. 2018, Reykjavík - landsmót. Stórsvig. 5. Sæti. 97.96 punktar

7. 4. 2018, Reykjavík - landsmót. Svig. lauk ekki keppni

29. 11. 2018, Noregur - stórsvig. 41. Sæti. 118. Punktar

1.12. 2018, Noregur. Svig. 18. Sæti. 75.80 punktar

6. 12. 2018, Noregur. Stórsvig. 29. Sæti. 103.68 punktar

9. 12. 2018, Noregur. Svig. 22. Sæti. 90.37 punktar

16. 12. 2018, Akureyri. Svig. 1. Sæti. 101.29 punktar

Isak Stiansson Pedersen - Gönguskíði karla

Isak er fæddur árið 1997. Hann hefur verið að bæta árangur sinn í skíðagöngunni ár frá ári og hækkar jafnt og þétt á heimslista. Sérstaklega þó í sprettgöngu þar sem að hann er kominn upp í sæti 390 á síðasta lista.

Besta árangri sínum, árið 2018, náði Isak klárlega á Ólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þar keppti hann í sprettgöngu og náði langbesta árangri íslendings á Olympíuleikum í sprettgöngu.

Árangur Isaks í vetur var sem sagt það góður að hann náði lágmörkum á Ólympíuleikana. Þar keppti hann ásamt þeim Snorra Einarsyni og Elsu Guðrúnu Jónsdóttur. Hann var valinn í íslenska landsliðið sumarið 2017 þar sem að hann er núna. Þar hefur hann landsliðsþjálfara sem fylgir honum vel eftir en einnig hefur hann þjálfara í Noregi sem að hann er í góðu sambandi við.

Isak gekk i framhaldsskóla í Noregi. Nánar í Stranda videregående skole þar sem hann var á almennri braut með áherslu á afreksíþróttir, nánar séð á skíðagöngu. Eftir framhaldsskóla fór hann eitt ár í viðskiptafræði í háskólanum í Steinkjær i Noregi en ákvað eftir þann vetur að reyna að einbeita sér meira að skíðagöngunni. Það gerir hann núna og býr nú í Þrándheimi og æfir þar með sterkum æfingahópi. Hann hefur sett sér langtímamarkmið og stefnan sett á Olympíuleika 2022 og 2026. Það að ná sínum besta árangri í skíðagöngu er þolinmæðisvinna en bestum árangri er skíðafólk oftast að ná um og eftir þrítugt.

Isak er frábær fulltrúi SKA og Akureyrar, jarðbundinn, einbeittur, skipulagður og kemur mjög vel fyrir. 

Keppni Hvar Keppnisgrein Dags: Sæti Fis puntar

Vetrar Ólympíuleikar Suður Kórea Sprettganga 2/13/2018 55 102.03

Skíðalandsmót Ísl. Bláfjöll Sprettganga 4/5/2018 1 155.64

Skíðalandsmót Ísl. Bláfjöll 10km C 4/6/2018 2 133.09

Skíðalandsmót Ísl. Bláfjöll 15km F 4/7/2018 2 136.59

FIS mót Bruksvallarna, SE Sprettganga 11/18/2018 43 111.44

FIS mót Gaalaa, NO Sprettganga 11/24/2018 89 148.78

Baldur Vilhelmsson - Snjóbretti karla

Baldur Vilhelmsson, Skíðafélagi Akureyrar er 16 ára Akureyringur og afreksíþróttamaður á snjóbrettum. Hann er annar tveggja sem skipa A-landslið Skíðasambands Íslands veturinn 2018-2019. Baldur stundar nám á framhaldsskólastigi í Noregi hjá afreksíþróttaskóla Norges Toppidrettsgymnas (NTG) í Geilo.

Baldur hefur náð eftirtektarverðum árangi á alþjóðlegum stórmótum undanfarna vetur og unnið til fjölda verðlauna. Hæst ber sjálfsagt árangur hans á World Rookie Fest í Livigno á Ítalíu í janúar s.l. Þar atti hann kappi við marga af þeim bestu í heiminum á hans aldri og hafði sigur, þrátt fyrir að vera á yngsta aldursári í eldri flokknum. Hann er jafnframt yngsti keppandi sem sigrað hefur þessa stóru snjóbrettakeppni fram til þessa. Veturinn í vetur byrjar vel hjá Baldri en hann keppti þann 21. nóvember s.l. á sterku FIS móti í Landgraf í Hollandi og hafnaði þar í fimmta sæti. Það sem af er vetri hefur hann tekið þátt í tveim mótum í Noregs bikarnum og hafnaði í fjóða sæti í Geilo 9. des 2018 og vann til gullverðlauna í Vierli 5. janúar 2019.

Framtíðaráform og markmið Baldurs eru skýr. Hann stefnir ótrauður á atvinnumennsku í snjóbrettaíþróttinni og ætlar sér að ná eins langt á þeim vettvangi og framast er unnt. Eitt af markmiðum Baldurs er að ná Ólympíulágmarki fyrir Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða árið 2022 og verða þannig sá fyrsti til að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum á snjóbretti.