.
Heimsmeistaramótið í alpagreinum fer nú fram í Saalbach í Austurríki og Skíðafélag Akureyrar á þar einn fulltrúa, Tobias Hansen. Í dag keppti Tobias í undankeppninni í stórsvigi og stóð sig frábærlega.
Með frammistöðu sinni náði hann 20. sæti sem tryggði honum sæti í lokakeppninni. Lokakeppni stórsvigs karla fer fram á morgun og verður spennandi að fylgjast með honum þar meðal bestu skíðamanna heims.
Við óskum Tobias innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og sendum honum okkar bestu óskir fyrir lokakeppnina.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.