Unglingameistaramót Íslands 2025

Unglingameistaramóti Íslands 2025 var að ljúka í Hlíðarfjalli.

Keppt var í blíðskaparveðri um helgina í svigi, stórsvigi og samhliðasvigi í flokkum 12-13 ára og 14-15 ára. Mótið átti upphaflega að vera á Ísafirði en tók Skíðafélag Akureyrar það að sér með stuttum fyrirvara.

Skíðafélag Akureyrar átti nokkra verðlaunahafa á mótinu:

Elvar Magni Þorvaldsson var í þriðja sæti í stórsvigi 12-13 ára drengja.

Sylvía Mörk Kristinsdóttir var í öðru sæti í svigi og stórsvigi 14-15 ára stúlkna, þriðja í samhliðasvigi og Unglingameistari í alpatvíkeppni. 

Sindri Már Jónsson var í öðru sæti og Friðrik Kjartan Sölvason í því þriðja í svigi 14-15 ára drengja, en Friðrik var einnig í öðru sæti í alpatvíkeppni.

Öll úrslit má sjá hér.

SKA óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju og þakkar öllum sjálfboðaliðum fyrir sína miklu vinnu, þar sem það er ekki sjálfgefið að halda svona stórt og flott mót.