.
Unglingameistarmót Íslands í alpagreinum 2024 fór fram í Hlíðarfjalli síðastliðna helgi 11.-14. apríl.
Mótið var sett við hátíðlega athöfn í Akureyrararkirkju á fimmtudaginn og keppt var föstudag til sunnudags.
Keppt var í svigi á föstudeginum við mjög krefjandi aðstæður en dagurinn varð langur og starfsfólk mótsins fékk að moka ansi mikinn snjó úr brautunum.
Betri aðstæður voru á laugardeginum þegar keppt var í stórsvigi. Færið hélt þá vel og sólin lét sjá sig eftir hádegi en keppt var í 12-13 ára flokki í Norðurbakka og 14-15 ára í Suðurbakka samtímis. Að móti loknu var glæsileg verðlaunaafhending í Naustaskóla en þar voru verðlaun veitt fyrir mótið, fjölmörg útdráttarverðlaun frá styrktaraðilum mótsins og SKÍ veitti bikarmeistaratitla.
Meðal keppenda SKA í 12-13 ára flokki var Friðrik Kjartan Sölvason Unglingameistari í samhliðasvigi, 2. sæti í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og á bikarstigum, Sylvía Mörk Kristinsdóttir varð Unglingameistari í stórsvigi og bikarmeistari SKÍ. Í 14-15 ára flokki náði Sindri Már Jónsson 3. sæti í samhliðasvigi og Frosti Orrason var í 3. sæti í stórsvigi. SKA óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Á sunnudeginum var keppt í samhliðasvigi í Norðurbakka og mótinu lokað með stæl en glampandi sól og frábærar aðstæður einkenndu daginn.
Öll úrslit má nálgast í mótakerfi SKÍ hér.
Skíðafélag Akureyrar þakkar öllum keppendum, aðstandendum, starfsfólki og styrktaraðilum kærlega fyrir frábært mót og óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.