.
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.
SKA sótti um styrk að þessu sinni fyrir fjármögnun á Laugardagsverkefni félagsins og tók Halla Sif Guðmundsdóttir, varaformaður SKA við styrkveitingunni.
Tveir ungir afreksmenn á skíðum fengu einnig úthlutuðum styrk frá KEA, þau Sonja Lí Kristinsdóttir og Torfi Jóhann Sveinsson.
SKA þakkar KEA kærlega fyrir og óskar öðrum styrkþegum til hamingju.
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.