Úthlutun úr Styrktarsjóði Óðins Árnasonar

F.v. Gígja Björnsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sonja Lí Kristinsdóttir
F.v. Gígja Björnsdóttir, Katla Björg Dagbjartsdóttir og Sonja Lí Kristinsdóttir

Styrktarsjóður Óðins Árnasonar afhenti styrki þann 31. desember 2022. Þetta var í þriðja sinn
sem sjóðurinn veitir styrki.

Sjóðurinn var stofnaður af SKA með gjafafé frá velunnurum
skíðaíþróttarinnar sem vildu minnast Óðins og hans framlags til skíðaíþróttarinnar á Akureyri.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að styrkja afreksiðkendur SKA. Miðað er
við að styrkþegar séu landsliðsfólk og/eða taki þátt í alþjóðlegum verkefnum.
Þrír iðkendur SKA hlutu styrk að þessu sinni:
 Gígja Björnsdóttir B-landsliðskona í skíðagöngu. Gígja æfir í Noregi þar sem hún
stundar einnig háskólanám.
 Katla Björg Dagbjartsdóttir A-landsliðskona í alpagreinum. Katla æfir og keppir með
alþjóðlega skíðaliðinu Lowlanders, með bækistöðvar í Lofer í Austurríki.
 Sonja Lí Kristinsdóttir, alpagreinum. Sonja hóf nám NTG skíðamenntaskólanum í
Geilo Noregi í haust þar sem hún tekur þátt í metnaðarfullri æfinga- og keppnisáætlun
skólans.
Við óskum þeim velfarnaðar í æfingum og keppni.
Stjórn Styrktarsjóðs Óðins Árnasonar