.
Styrktarsjóður Óðins Árnasonar afhenti styrki þann 31. desember 2022. Þetta var í þriðja sinn
sem sjóðurinn veitir styrki.
Sjóðurinn var stofnaður af SKA með gjafafé frá velunnurum
skíðaíþróttarinnar sem vildu minnast Óðins og hans framlags til skíðaíþróttarinnar á Akureyri.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að styrkja afreksiðkendur SKA. Miðað er
við að styrkþegar séu landsliðsfólk og/eða taki þátt í alþjóðlegum verkefnum.
Þrír iðkendur SKA hlutu styrk að þessu sinni:
Gígja Björnsdóttir B-landsliðskona í skíðagöngu. Gígja æfir í Noregi þar sem hún
stundar einnig háskólanám.
Katla Björg Dagbjartsdóttir A-landsliðskona í alpagreinum. Katla æfir og keppir með
alþjóðlega skíðaliðinu Lowlanders, með bækistöðvar í Lofer í Austurríki.
Sonja Lí Kristinsdóttir, alpagreinum. Sonja hóf nám NTG skíðamenntaskólanum í
Geilo Noregi í haust þar sem hún tekur þátt í metnaðarfullri æfinga- og keppnisáætlun
skólans.
Við óskum þeim velfarnaðar í æfingum og keppni.
Stjórn Styrktarsjóðs Óðins Árnasonar
pósthólf 346 - 602 Akureyri
kt. 480101-3830
Banki Íslandsbanki
Reikningur nr. 0565-26-5099
skaakureyri@gmail.com
.