Viðbragðsáætlun alpagreina

Æfingar verða áfram á þeim dögum sem þær hafa verið. En til að bregðast við því að hóparnir mætist ekki allir saman í fjallinu hefur eftirfarandi tímum verið breytt á meðan samkomubannið er í gildi: 

LAUGARDAGAR

8 ára; 10 til 12.00

9-11 ára: 10.15 til 12.15 

12-15 ára: 10.45 til 12.45

16+: 10.30 til 12.30 

VIRKIR DAGAR

16+ 16:30-18:30

8 ára yngri: 17:15-18:40

12-15 ára 16:45-19.00 (uppfært 18.mars)

9-11 ára 17:00-18:50

  • Við viljum biðja iðkendur sem hafa tök á að að mæta í skíðaklossum upp í fjall. LOKAÐ í klossageymslu (Uppfært 18. mars).  
  • Iðkendur beðnir um að safnast ekki í hnapp upp í starti eða hjá þjálfurum þar sem þeir standa. 
  • Uppi í starti mynda einfalda röð og standið með gott bil á milli ykkar og bíðið eftir að röðin komi að ykkur. 
  • Að braut lokinni ef ykkur sýnist að það séu margir sem standa hjá okkur þjálfurum þá fariði bara í lyftuna og fáið tilsögn í næstu ferð.
  • Lágmörkum alla snertingu á milli allra iðkenda. 
  • Fylgja þeim reglum og viðmiðum sem Hlíðarfjall mun setja fram á heimasíðu sinni www.hlidarfjall.is 
  • Hótelið verður LOKAÐ (Uppfært 18.mars)

Foreldrar - vinsamlegast ræðið þetta við börnin ykkar. 

Bestu kveðjur 

Þjálfarar