26.04.2019
Aðstæður flottar í fjallinu í dag
Lesa meira
25.04.2019
Öll úrslit dagsins í alpagreinum og brettastíl komin inn
Lesa meira
25.04.2019
Keppni á 44. Andrésar Andarleikunum hófst klukkan 9 í morgun.
Lesa meira
01.04.2019
Það er í ýmsu að snúast hjá Skíðafélagi Akureyrar um þessar mundir. Í vikunni verður haldið tvöfalt svigmót miðvikudaginn 3. apríl og miðvikudaginn 4. apríl verður tvöfalt stórsvigsmót. Meðfylgjandi er ítarleg dagskrá mótanna. Á dögum sem þessum þurfum við hjá Skíðafélaginu á öllum þeim stuðningi á að halda sem mögulegt er að fá. Ef að gamlar kempur eru á lausu þessa tvo daga og eru í stuði til þess að vera sjálfboðaliðar við brautarvinnslu eða portavörslu þá er það mögnuð leið til þess að komast í sólina uppi í fjalli. Ef þið eruð á lausu - þá sér Sólrún Tryggvadóttir um starfsmannamál á mótunum en það má finna hana á Facebook eða senda henni SMS í síma 8651363.
Lesa meira
26.03.2019
Unglingameistaramót Íslands var sett á Akureyri fimmtudaginn 21. mars við hátíðlega athöfn í Brekkuskóla. Ögmundur Knútsson varaformaður SKI setti mótið og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór með hvatningarorð fyrir þátttakendur. Dagný Linda Kristjánsdóttir hélt síðan fyrirlestur um reynslu sína sem alþjóðleg keppnismanneskja á skíðum og fór yfir ferilinn sinn allt frá því að hún steig fyrst á skíði og til þessa dags þar sem hún er orðin móðir í Skíðafélagi Akureyrar. Ég held að það sé óhætt að segja að fyrirlesturinn hafi snert alla sem í salnum voru enda sameinaði inntakið þrautseigju, að setja sér markmið, sjá fyrir sér aðstæður og að með einbeittum vilja væri allt mögulegt. Eitthvað sem hægt er að nýta sér í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu.
Lesa meira